Ljósmyndavél

Varðveitt hjá
Sagnheimar
Hrefna Oddgeirsdóttir sagði svo frá: “Ég fór til Leipzig árið 1957. Á sama tíma var þar kaupstefna. Þar keypti ég rússneska myndavél sem tók 35 mm filmur og var eftirlíking af þýskri Leicu, ágætis vél sem ég gaf pabba. Þetta gladdi hann mjög og var vélin strax mikið notuð til að taka slides myndir. Síðar eignaðist Oddgeir aðra slíka sennilega vegna þess að sú fyrri hafði skaddast. Hvaðan hún var fengin er ekki vitað.
Afkomendur Oddgeirs færðu safninu þessa muni,
Aðrar upplýsingar
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2023-20-12
Staður
Núverandi sveitarfélag: Vestmannaeyjabær, Vestmannaeyjabær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Heimildir
Það er alfarið Svövu Guðjónsdóttur konu Oddgeirs að þakka að hljóðfæri hans hafa varðveist til þessa dags. Hún gætti vel að því að láta þau aldrei frá sér. Þegar hún féll frá tók Hildur dóttir þeirra hjóna að sér að varðveita þau.































