RCA QU62 RC-602B

1942
Varðveitt hjá
Byggðasafnið Skógum
Radíófónn, tegund RCA QU62 Ch= RC-602B, gerð: Superhet with RF-stage; ZF/IF 455 kHz; 2 AF stage(s). 9 lampa útvarpstæki og plötuspilari. Tíðnisvið: Útsending miðbylgja, auk fleiri en tveimur stuttbylgju, riðstraumstæki: (AC) 115; 125; 150; 210; 240 Volt. Hátalari: "2 speakers: one electrodynamic and the other permanent dynamic". Útgangsstyrkur 10w Tækið kemur úr miklu safni útvarps- og sjónvarpstækja sem geymd voru í húsi Langbylgjustöðvarinnar á Vatnsenda sem rifið var í febrúar 2022. Til stóð að friða þetta hús og gera að safni, en fallið var frá þeirri hugmynd. Þangað hafði verið safnað í nokkra áratugi miklu magni tækja, allt frá árdögum útvarpssendinga í landinu. Úr varð að eldri útvarpsvirkjar, (Rafeindavirkjar) stofnuðu með sér Hollvinafélag með það að markmiði að bjarga safninu frá glötun. Einnig hafa félagarnir unnið við að lagfæra tækin til að gera þau sýningarhæf og að skrásetja þau.  Tækið kom úr safni RÚV á Markúsartorgi  Upphaflega var það úr safni Karls Sigurðarsonar rennismiðs. Karl var mikill áhugamaður um gömul útvarpstæki og safnari. Hann var sjálfmenntaður í rafeindatækni og gerði upp flest öll tæki sem hann komst yfir. Karl gaf RÚV safnið sitt  til varðveislu þ. 15. júlí 2002, samtals 146 tæki.  Karl lést skömmu síðar.

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: RCA QU62 RC-602B
Ártal
1942
Safnnúmer
Safnnúmer A: SHR-134
Stærð
43.2 x 97.3 x 91.4 cm 70 kg Lengd: 43.2 Breidd: 97.3 Hæð: 91.4 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Samgöngusafnið Undirskrá: Fjarskiptasafn Sigurðar Harðarsonar
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Radíófónn
Efnisorð:
Útvarp