Brúðarkjóll
1944 - 1949

Varðveitt hjá
Minjasafnið á Akureyri
Síður kjóll úr ljósu satíni. Var upphaflega saumaður sem fermingarkjóll á Þórunni Elíasdóttur er hún fermdist í Upsakirkju 1944 en síðan var honum breytt í brúðarkjól og hún klæddist honum þegar hún gifti sig í Vallakirkju í Svarfaðardal árið 1949. Í meðfylgjandi bréfi segir að þegar kom að því að ferma Þórunni þurfti að útvega fermingarkjólinn.Móðir Þórunnar átti frænku á Akureyri sem var saumakona og var fermingarkjólinn pantaður hjá henni og var Jóhanna saumakona látin ráða efni og sniði. Þegar kjóllinn var tilbúinn þá fannst fermingarstúlkunni hann einum of fínn en tjáði sig auðvitað ekkert um það. Það hefði verið mikið vanþakklæti. Veturinn 1945-46 var Þórunn nemeandi í 2. bekk í Menntaskólanum á Akureyri. þann vetur voru haldin tvö síðkjólakvöld á vegum skólans og það voru kjörin tækifæri til að klæðast kjólnum. Einnig var hann lánaður á danssýningu á Hótel Norðurland þennan vetur. Vorið 1949 ákáðu Þórunn og unnusti hennar Yngvi R. Baldvinsson að ganga í hjónaband. Á þessum tíma var mikill vöruskortur og skömmtun á vefnaðarvörum og fleiri vörutegundum. Því var leitað til Jóhönnu frænku ef hún gæti bjargað kjólamálunum. Hún bjó svo vel að eiga afgang af fermingarkjólasatínu og tók að sér að stækka kjólinn og svo gifti Þórunn sig í honum 17. júní 1949. Kjólnum fylgir ljósmynd í ramma, brúðkaupsmynd af Þórunni í kjólnum og eiginmanni hennar Yngva R. Baldvinssyni. Myndin er tekin af Önnu Jónsdóttur í Hafnarfirði.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1944 - 1949
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2003-1
Staður
Núverandi sveitarfélag: Dalvíkurbyggð, Dalvíkurbyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munaskrá - MSA
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Brúðarkjóll
Heimildir
Fylgibréf dagsett 28. janúar 2003







