Slökkviliðsbíll

1932
Slökkvilið Reykjavíkur nr. 7. Stigabíll með stiga af Auto-Magirus-10 gerð. Mesta lengd stigans er 20 metrar. Vél, Ford V8 100 hestöfl.     Ferill, saga: Slökkvilið Reykjavíkur var stofnað 1875 með nýjum lögum um brunavarnir í Reykjavik. Hlutirnir eru frá Slökkviliðinu frá ýmsum tímum í sögu Slökkviliðsins.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1932
Safnnúmer
Safnnúmer B: 1994-28-2
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg
Sýningartexti
Fordson, árgerð 1932. Keyptur nýr frá Danmörku árið 1935. Stiginn er Auto-Magirus-D og var settur á bílinn af fyrirtækinu H. Meisner-Jensen í Danmörku. Mesta lengd stigans er 20 metrar. Vél: Ford V8 100 hestöfl. Upphaflega var önnur Fordvél í bílnum, 85 hestöfl. Þessi bíll hefur þjónað slökkviliðinu fram á þennan dag, því hann var notaður sem varabíll, þegar _Raninn“ S.R. 3, Ford árgerð 1970, var í skoðun eða bilaður. Þegar nýjasti körfubíllinn var tekinn í notkun þann 15. febrúar 1987 var Fordson 1932 tekinn af skrá og settur á Árbæjarsafn. Fordson stigabíllinn fór síðast í útkall árið 1985 þá 53 ára!
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti