Kassi, óþ. hlutv.
1774

Varðveitt hjá
Minjasafnið á Akureyri
Geirnegldur
og trénegldur kassi með loki á hjörum. Á öllum köntum loksins eru
listar með hefilstrikum. Einnig eru listar utan á kassanum neðst með hefilstrikum
og allir festir með trétöppum. Í kassanum eru tveir handraðar sinn í hvorum
enda, annar á venjulegum stað aftan til og vantar á hann lokið, en hinn
niður við botn, lítið eitt stærri og með loki. Kassinn er málaður rauðbleikur,
en á framhlið og göflum dökkbláir fletir og á þá málaðir stafir og rósir.
Á öðrum gafli stendur með hvítum stöfum "ANNO", en á hinum
gaflinum "1774". Á framhlið eru grænar og rauðar rósi og
fjórir hvítir stafir sem þó eru mjög máðir og illlæsilegir, mun fyrsti
stafurinn vera S, annar stafurinn er ólæsilegur, en hinir tveir S og A.
Mjög er líklegt að á kassann hafi málað Jón Hallgrímsson frá Kasthvammi
Laxárdal S-Þing. og eru fleiri hlutir á safninu málaðir eftir hann. Kassinn
er úr búi Jóns Friðfinnssonar afa gefandans Rósu Jóhannsdóttur, en hann
hafði keypt kassann á uppboði.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1774
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 2557
Stærð
46 x 23 x 22 cm
Lengd: 46 Breidd: 23 Hæð: 22 cm
Staður
Staður: Krabbastígur 1a, 600-Akureyri, Akureyrarbær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munaskrá - MSA
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Kassi, óþ. hlutv.
Upprunastaður
65°40'57.8"N 18°5'42.3"W
