Minningarskjöldur, + tilefni

Varðveitt hjá
Byggðasafnið Skógum
Silfurkrans innrammaður.  Gefendur börn Ísaks Eiríkssonar frá Ási og Kristínar Sigurðardóttur frá Selalæk, Inga, Eiríkur og Sigurður. Smíðaður af Baldvin Björnssyni gullsmið til minningar um Ingigerði Gunnarsdóttur á Selalæk, móður Kristínar. Sporöskjulaga skjöldur innan í kransinum. Áletrun: Húsfrú Ingigerður Gunnarsdóttir, fædd 25. sept. 1861, dáin 15. nóv 1923. Kveðja frá nokkrum vinum. Stærð ramma 50 x 44 cm. Ísak Eiríksson var í fyrstu stjórn byggðasafnsins í Skógum og mjög áhugasamur um viðgang þess. Hann og Kristín áttu sér víðfrægt heimili gestrisni og menningar.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: R-5478
Stærð
50 x 44 cm Lengd: 50 Breidd: 44 cm
Staður
Staður: Ás 1, 851-Hellu, Ásahreppur
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti

Upprunastaður

63°50'30.6"N 20°35'14.5"W