Biða, skráð e. hlutv.

Varðveitt hjá
Byggðasafnið Skógum
Biða, eftirlíking af ljósbera, sem til var í Hlíð í æsku Guðjóns. Þetta er húslaga tréstokkur, með tvo
hringglugga á þaki og op á öðrum gafli. Í biðunni var borið kola með ljósi milli bæjar og fjóss eða milli húsa yfirleitt, er til þurfti að taka. Biðan er smíðuð af Magnúsi Ingólfssyni trésmið í Vík eftir líkani og fyrirsögn Guðjóns í Hlíð. Gefið af Guðjóni guðjónssyni í Hlíð í Skaftártungu.
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Guðjón Guðjónsson
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: S-863
Staður
Staður: Hlíð, 880-Kirkjubæjarklaustri, Skaftárhreppur
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Biða, skráð e. hlutv.
Heimildir
Safnskrá Skógasafns. Þ.T.
Upprunastaður
63°42'15.5"N 18°28'56.7"W



