Legsteinsbrot

Varðveitt hjá
Byggðasafnið Skógum
Legsteinsbrot, mesta lengd 13 cm., mesta breidd 9,5 cm. Að sögn er þetta brot úr legsteini yfir húsfreyju í Snjallsteinshöfða, Ástu Þorsteinsdóttur d. 1667, sem lenti í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum 1627. Texti legsteinsins er þekktur, þar stóð meðal annars "Kom aftur til Íslands"  og má lesa Isla. Um hálfkirkjuna í Snjallsteinshöfða segir svo 1711 í jarðabók Árna og Páls: Fyrir 26 árum , eða þar um , er embættisgjörð niðurfelld. " Húsið aðeins hangir uppi." Rúst kirkju og kirkjugarðs er enn mjög greinileg. Legsteinsbrotið hefur lengi verið geymt innanbæjar í Snjallsteinshöfða.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: R-2348
Stærð
13 x 9.5 Lengd: 13 Breidd: 9.5
Staður
Staður: Snjallsteinshöfði 1, 851-Hellu, Rangárþing ytra
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Legsteinsbrot

Upprunastaður

63°53'4.7"N 20°17'6.1"W