Mynd, listræn

Varðveitt hjá
Byggðasafnið Skógum
Útsaumuð, innrömmuð mynd, í gylltum ramma,stærð 36,5 x 32,5 cm. Gulleitur útsaumur í svartan "stramma". Skreytið er jurtasveigur, tvær blaðgreinar neðan frá og mætast í toppinn ofan við miðju. Hefur orðið fyrir skemmdum, helmingur fjögurra blaða er horfinn. Sigurlaug Pétursdóttir Rósenkrans saumaði til minningar um foreldra sína, Pétur Guðmundsson á Núpi og Hólmfríði Pálsdóttur og gaf Breiðabólstaðarkirkju. Þar lá verkið síðar í hirðuleysi og skemmdist. Guðrún Pétursdóttir á Núpi, systir Sigurlaugar, bjargaði því frá glötun.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: R-5462
Stærð
36.5 x 32.5 cm Lengd: 36.5 Breidd: 32.5 cm
Staður
Staður: Núpur 1, 861-Hvolsvelli, Rangárþing eystra
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Mynd, listræn

Upprunastaður

63°44'15.6"N 20°9'23.6"W