Gjarðarhringja, af reiðtygjum

Varðveitt hjá
Byggðasafnið Skógum
Gjarðahringja úr kopar, eða öllu fremur eir. Þetta er það sem nefnt var hófhringja, 6,5 cm á hæð, 5,3 cm á breidd. Á bitann, sitt hvorum megin við þorn, er letrað BS 1801. Þetta er fangamark Brynjólfs Stefánssonar bónda í Kirkjubæ á Rangárvöllum (bjó í Vestri-Kirkjubæ 1877-1835), föður Guðmundar á Keldum. Hringjurnar voru tvær, samstæðar, Önnur týndist í ferð hjá börnum Skúla á Keldum og kvaðs hann heldur hafa viljað missa hrossið en hringjuna og myndu fáir íslenskir bændur hafa mælt svo. Gefandi Skúli Jón Sigurðarson framkvæmdastjóri, Sóltúni 9, Reykjavík.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: R-5912
Stærð
6.5 x 5.3 cm Lengd: 6.5 Breidd: 5.3 cm
Staður
Staður: Keldnakirkja, Kirkjan, 861-Hvolsvelli, Rangárþing ytra
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Heimildir
Safnskrá Skógasafns. Þ.T.

Upprunastaður

63°49'17.5"N 20°4'24.0"W