Hestvagn
1935 - 1945

Varðveitt hjá
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Tvö hjól og öxull sem eru smíðuð í vagnsmiðju Kristins Jónssonar. Það sést m.a. á málmstykkjum sem halda við enda bugstykkjanna, oddaróm. Endarnir gengu inn í viðinn hjá Kristni en ekki hjá norskum framleiðendum. Kjarnar hjólanna (náar/nafar) voru venjulega fluttir inn frá Danmörku, nema á stríðsárunum. Bugstykki og pílárar voru smíðuð hér. Bugstykkin (ystu stykkin) voru söguð í bandsög. Það sem af gekk af þeim var oft gefið á barnaheimili sem spaðar. Bustingar, kónískir málmhólkar sem eru innan í náunum, komu að utan en voru unnir hér. Héðinn smíðaði þá svo á stríðsárunum.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1935 - 1945
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 1995-48-1
Stærð
102 x 136 x 102 cm
Lengd: 102 Breidd: 136 Hæð: 102 cm
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Hestvagn
Heimildir
Um vagnsmiðju Kristins sjá Iðnsögu Íslands, kafli um vagnasmíði.





