Útsaumsprufa

Útsaumsprufa. Kennsluverkefni í útsaumi. Útsaumsspor byggð á mislöngum sporum og lögðum þráðum. Fyllingasaumur / Hólmfríðarspor. Frjáls útfærsla af snúnu lykkjuspori og lögðum þræði. Nemendur nefndu saumsporið / sauminn gjarnan „Hólmfríðarspor“. Unnið í Karólínujafa og saumað með kambgarni og eingirni (einband). Saumsporið byggði aðallega á því að láta sauminn liggja sem mest á réttunni. Saumaaðferðin er góður fyllingasaumur. Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla. 

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Útsaumsprufa
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-24-137
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Útsaumsprufa