Saumaprufa
1949 - 1951

Varðveitt hjá
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Saumaprufa. Vélsaumstækni. Markmiðið var að kenna undirstöðuatriði í fatasaumi. Bryddaður vasi með vasaloki. Brydding í vasabrún. Vasafóður varpað (saumað) í höndum í brún.
Efnið er ullargaberdín (stríðs-gaberdín). Haft er eftir Hólmfríði að efnið hafi verið í tísku á stríðsárunum: “Það var hundvont að sauma úr því, því það var erfitt að pressa það vel”. Í bókinni "Dúkur og garn" eftir Elsu E. Guðjónsson sem kom út árið 1953 skrifar Elsa um ullargaberdín á bls.113: “Sterkt, þétt, alveg snöggt kamgarnsefni (kambgarn). Einkennandi vaðmálsvend. Notað í karlmannsföt, dragtir, kápur o.fl.”. HÁ: “Sumum þótti það í lagi þó gaberdínið krumpaðist eins og hörinn, því það er eiginleiki efnisins. Þess ber að geta að það var erfitt að fá góð efni á þessum tíma”.
Unnið í Handavinnudeild Handíða- og myndlistaskólans 1949-1951.
Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla.
Aðrar upplýsingar
Hólmfríður Árnadóttir, Hlutinn gerði
Gefandi: Hólmfríður Árnadóttir
Skrásetjari: Sigrún Guðmundsdóttir
Skrásetjari: Sigrún Laufey Baldvinsdóttir
Gefandi: Hólmfríður Árnadóttir
Skrásetjari: Sigrún Guðmundsdóttir
Skrásetjari: Sigrún Laufey Baldvinsdóttir
Titill
Sérheiti: Saumaprufa
Ártal
1949 - 1951
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-24-26
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Efnisorð / Heiti





