Kvenbelti
Varðveitt hjá
Byggðasafnið Skógum
Belti frá skautbúningi, silfurbúið. Beltispörin eru skreytt með víravirki og laufum. Hald eða krækja virðist
hafa brotnað af öðru þeirra. Milli beltisparanna er beltið lagt tígulmynduðum, íhvolfum og stöppuðum plötum. Þetta er allt saumað á fóðraðan flauelslinda. Beltinu fylgir næla með kornsettu víravirki og laufi. Hún var áður hluti af beltinu, fest milli paranna, framan á. Silfrið er óstimplað. Mér virðist þetta verk Magnúsar Bjarnasonar silfursmiðs á Ketilsstöðum í Holtum, og má bera beltið saman við belti Halldóru dóttur hans í Reykjavík og silfursmíði í Lækjarbotnum. Beltið var í eigu tengdamóður Helgu frá Krossi, Þórunnar Pálsdóttur í Gerðum í Landeyjum.
Ath: Það er rangt , sem segir hér um næluna. Skjöldurinn, sem tengdi beltispörin saman, kom síðar í leitirnar.
Aðrar upplýsingar
Safnnúmer
Safnnúmer A: R-2462
Staður
Staður: Kross 1, 861-Hvolsvelli, Rangárþing eystra
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Kvenbelti
Upprunastaður
63°36'3.2"N 20°16'46.2"W