Skólahandavinna

1967
Skólahandavinna unnin í Melaskóla. Sokkapoki á herðatré. Pokinn er unninn í 10 ára bekk og er að mestu handsaumaður. Allur útsaumur er saumaður með krosssaumi. Á framhlið er saumað fangamarkið SÞ og hjörtu til hliðanna. Á bakhlið er ártalið 1967 og útsaumað munstur af húsi fyrir ofan. Mjór munsturbekkur er saumaður meðfram báðum hliðum pokans. Brotið er inn af sokkapokanum að ofan og innafbrotið saumað niður í saumavél. Saumaðar eru tvær stungur til að búa til rás / rennu fyrir teygju. Herðatré (með krókum á endum) krækt í sitt hvorn endann á teygjunni til hliðanna. Skyldustykki samkvæmt námskrá grunnskóla frá 1960. Handavinnukennari í Melaskóla var Sigrún Ragnarsdóttir. F.1922. D.2002. Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1967
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-37-3
Staður
Staður: Melaskóli, Hagamelur 1, 107-Reykjavík, Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skólahandavinna
Efnisorð:
Sokkapoki

Upprunastaður

64°8'33.7"N 21°57'25.3"W