Pottaleppur

1966 - 1967
Skólahandavinna unnin í Melaskóla. Heklaðir pottaleppar, 10 ára bekkur 1966-1967. Stuðlahekl. Blúnda hekluð utan um. Heklað er band sem tengir pottaleppana saman. Það þótti hentugt að láta þá hanga um hálsinn við matseld. Skyldustykki samkvæmt námskrá grunnskóla frá 1960. Handavinnukennari í Melaskóla var Sigrún Ragnarsdóttir. F.1922. D.2002. Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1966 - 1967
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-37-2
Staður
Staður: Melaskóli, Hagamelur 1, 107-Reykjavík, Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Pottaleppur
Efnisorð:
Skólahandavinna

Upprunastaður

64°8'33.7"N 21°57'25.3"W