Sokki Jakobs á Spákonufelli, skurðmynd
1870 - 1940

Varðveitt hjá
Byggðasafnið Reykjum
Skurðmynd eftir Guðmund Pálsson "bíld" af Sokka Jakobs á Spákonufelli. Er myndin skorin í fjöl sem er 31 x 51 cm. á stærð og 4 cm. á þykkt. Skorin er rammi utan með fjölinni. Er hann málaður svartur að utan, en með gulri og rauðri rönd að innan. Grunnflöturinn er ljósmálaður, en Sokki brúnmálaður með ljósa fætur. Hver hluti hestsins útaf fyrir sig er vel útskorinn. En hlutföllin eru óeðlileg. Til dæmis er höfuð og fax of stórt miðað við búkinn. Einnig er of langt milli fóta á hestinum.
Myndin er úr búi frú Lange.
Aðrar upplýsingar
Titill
Sérheiti: Sokki Jakobs á Spákonufelli, skurðmynd
Ártal
1870 - 1940
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 169
Stærð
31 x 51 cm
Lengd: 31 Breidd: 51 cm
Staður
Staður: Spákonufell, 545-Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagaströnd
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Mynd, sem veggskraut
Heimildir
Safnskrá Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.