Göngustafur

1880 - 1890
Göngustafur. Handfang sem gengur í lófann er útskorinn ljósnhaus með gapandi gini og tönnum (úr beini og horni ?) Að frama - fram úr hendinni - er mannsandlit, alskeggjað með húfu. Mætir hnakki mannsins hnakka ljónsins. Niður frá mannshöfðinu er 13 cm stúfur úr sama efni með útskornum sveighring 6.5 cm frá höku andlitsins og neðan við hann er útskorin grein, sem nær niður í gegn á handfangsstúfnum. Stafprikið er úr furu og sett við handfang með messinghólk. Prikið nýlegt (ritað 1954). Handfang úr birki. Sá sem stafinn gerði hét Guðmundur Pálsson, kallaður bíldskeri, handa Guðna Jónssyni, bónda á Hvarfi. Sagt er að Guðmundur hafi verið hríðtepptur á Hvarfi og tálgað stafinn sér til afþreyingar.

Aðrar upplýsingar

Guðmundur Pálsson, Hlutinn gerði
Guðni Jónsson, Notandi
Gefandi:
Hermann Guðnason
Ártal
1880 - 1890
Safnnúmer
Safnnúmer A: 301
Staður
Staður: Hvarf, 645-Fosshóli, Þingeyjarsveit
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Byggðasafn S-Þingeyinga
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Göngustafur

Upprunastaður

65°38'19.7"N 17°32'46.4"W