Fjöl, úr kirkju

1832
Fjöl úr kórþili Hofsstaðakirkju sem Jón Samsonarson reisti 1832 og var rifin 1904. Lengd 92,5 cm og breiddin er mest 22,5 cm. Útskorin - gagnskorin með miðjukringlu sem í er hjarta og blóm. Fjölin er rauðmáluð nema miðjukringlan sem er græn. Hjörtu eru skorin sitt hvoru megin kringlunnar. Laufeyru eru á fjölinni til endanna og sitt hvoru megin kringlunnar. Þessi fjöl hefur verið ein af fimm (af þremur heilum) fjölum í þilinu ofan við kórdyrnar, samkvæmt teikningu Jóhannesar Klerks frá 1898. Málningin er dauf annars vegar og brotnað hefur af fjölinni á endastykkjunum. Hún er sprungin á lengdina, en ekki til hliða.

Aðrar upplýsingar

Jón Samsonarson, Hlutinn gerði
Gefandi:
Örlygur Hálfdánarson
Ártal
1832
Safnnúmer
Safnnúmer A: BSk-4060 Safnnúmer B: 2005-8
Stærð
92.5 x 22.5 cm Lengd: 92.5 Breidd: 22.5 cm
Staður
Staður: Hofsstaðakirkja, Kirkjan, 551-Sauðárkróki, Skagafjörður
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti

Upprunastaður

65°41'52.1"N 19°21'57.8"W