Kassi, skráð e. hlutv.

Peningakassi úr vönduðum viði með hólfum, kassinn er talin hafa geymt gullpeninga. Hann fannst í fjörunni á Garðskaga eftir að Gusfuskipið Scandia strandaði í Garðskagaflóa 21. febrúar 1905. Gefandi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrum formaður Sambands íslenskra sveitafélaga. Faðir Vilhjálms var Vilhjálmur Kristinn Þórðarson (1913 - 1988). Hann ólst upp á Garðskaga hjá hjónunum Þorbjörgu Sigmundsdóttur og Einari Einarssyni Straumfjörð þáverandi vitavörðum á Garðskaga. Vilhjálmur Kristinn varðveitti peningakassann. Njáll Benediktsson útgerðarmaður í Garði, hafði milligöngu um það að byggðasafnið fengi kassann til varðveislu. Með kassanum fylgdi afhendingabréf og ljósmyndir eru til frá afhendingunni.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 1103
Stærð
25.5 x 17 x 16 cm Lengd: 25.5 Breidd: 17 Hæð: 16 cm
Staður
Núverandi sveitarfélag: Suðurnesjabær, Suðurnesjabær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti