Löð
1912 - 1950

Varðveitt hjá
Byggðasafnið í Görðum á Akranesi
Naglalöð, líklega smíðað af Ólafi Ólafssyni með þremur götum
Áhaldaskrínuna átti Ólafur Ólafsson vélsmiður í Deild á Akranesi ( f.1875, d. 1959). Ólafur var fyrsti lærði vélsmiðurinn á Akranesi en hann tók próf í vélsmíði í Reykjavík 1912. Ólafur setti á stofn vélsmiðju á Akranesi 1914, hina fyrstu þar og rak hana lengi. Hann var um skeið sá eini er annaðist viðgerðir á vélum í bátum á Akranesinga. Við viðgerðir á bátum hafði hann þessa skrínu með sér og voru í henni áhöld hans. Á meðan mótorbátar Akurnesinga höfðu viðlegu í Sandgerði á vetrarvertíðum fylgdi Ólafur þeim eftir og dvaldi þar syðra meðan vertíðin stóð yfir. Skrínan fylgdi honum á þessum ferðum og er nú í henni nokkuð af áhöldum Ólafs sem hann notaði alla tíð. Ólafur var talinn fær í sinni iðn og fljótur að átta sig á hvað gekk að og koma því í lag.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1912 - 1950
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 1959-1496-4
Stærð
15.5 x 0 cm
Lengd: 15.5 cm
Staður
Staður: Deild, Bakkatún 14, 300-Akranesi, Akraneskaupstaður
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Upprunastaður
64°18'57.2"N 22°5'35.8"W
