Flug

Varðveitt hjá
Listasafn Íslands
Verkið var gert fyrir sýningu Kristínar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 1996, sem var samvinnuverkefni stjórnar flugstöðvarinnar og FÍM (Félags íslenskra myndlistarmanna). Verkið var sýnt í aðalgangi byggingarinnar og sýningarrýmið veggirnir þar sem gengið var út í flugvélarnar. Kristín notaði vegginn báðum megin og var verkið í tveimur jafn stórum hlutum sem voru í formi eins og oddaflug fugla. Á hægri vegg var hreyfing verksins út úr byggingunni, á þeim vinstri inn. Verkið er gert úr mörgum litlum plexiglerhólkum með hvítu ullartogi. Ári seinna var verkið sýnt í Gerðarsafni og var þá upphenginunni breytti og þessir tveir hlutar gerðir að einum þar sem verkið hékk á stórum vegg og hafði góða fjarlægð.
Flug er þannig hugsað að engin endanleg fyrirskipun er um uppsetningu á því, hún má vera breytileg. Aðalatriðið er að hrynjandin, hreyfingin, haldist. Hugsunin í verkinu er einfaldleiki sem gefur möguleika á blæbrigðum. Efnisval er líka einfalt, annars vegar hart og glansandi iðnaðarefni, hins vegar hið lífræna: ullin, lítt unnin, í náttúrulit.
Kristín tileinkar verkið minningu móður sinnar, Solveigar Kristjánsdóttur, f. 1905, d. 1998. Hún hafði yndi af því að ferðast.
Aðrar upplýsingar
Titill
Verkheiti: Flug
Ártal
= 1996
Tækni
Safnnúmer
Safnnúmer A: LÍ-9184
Stærð
150 x 1100 x 0 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Aðalskrá
Flokkun
Höfundarréttur
Höfundarréttur: Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá
Höfundarréttur: Myndstef
