Útsaumsmappa I

1948 - 1949
Vinnumappa í útsaumi úr Handavinnudeild Handíðaskólans 1948-1949. Verkleg sýnishorn og vinnuteikningar.  Innihald möppu talið upp í sömu röð og er í möppunni. Forsíða.Vinnubók. Vigdís Pálsdóttir. Vöfflusaumur. Nokkur saumspor. Sjá fylgiblað á næstu síðu. Fylgiblað með upptalningu á saumsporum frá fyrri síðu. Útsaumsprufa, merkt VP 48. Óvenju fjölbreytt og litrík útsaumsspor og útsaumsbekkir þar sem mörgum saumgerðum er blandað saman. Athygli er vakin á faldi prufunnar sem er saumaður niður með margskonar útsaumssporum. Prufa með nokkrum grófum saumsporum. Þræðispor, afturstingur og hálfur krosssaumur. Brúnir saumaðar saman í höndum, faldur þræddur og varpaður niður. Tvöfaldur saumur í höndum. Efnið í prufunni er mjög gróft, og einnig allur saumur. Viðgerðarprufa. Prjónastopp, vaðmálsstopp, rifuð saman rifa (einskeftuvefnaður), einskeftustopp. Það er klippt undan öllum viðgerðargrunnum áður en stoppað er í. Saumað er ídregið tunguspor (kappmelluspor) í kringum prufuna. Kanturinn rakinn upp að tunguspori. Útsaumur með prjónspori í prjónaða prufu og teikning af munstrinu. Krosssaumsprufa eftir útsaumsmunstri, sjá hluta af munstri á tveimur næstu síðum. Munstur teiknað á rúðustrikað blað, einnig á bakhlið. Munstur teiknað á rúðustrikað blað. Nokkur munstur með lit. Nafnið MJÓLK saumað með krosssaumi. Gengið frá kanti með óröktum gatafaldi. Saumuð perla í hornin. Prufan er varin með sellófani sem er heft á spjaldið. Prufa með mörgum grunnum. Saumgerðir: Herpisaumur, ferningsspor, góbelínsaumur og augnspor. Grunnarnir eru saumaðir með ýmsum útfærslum af saumsporum. Gengið frá kanti með óröktum gatafaldi. Grunnefnið nefnist „etamín“ sem er gisið efni, oft notað í dúka. Það þótti gott fyrir útsaum. Útlitsteikning af prufunni. Teikning af útsaumsgrunnum. Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla. 

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Útsaumsmappa I
Ártal
1948 - 1949
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-34-3
Stærð
0 x 26 x 30 cm Breidd: 26 Hæð: 30 cm
Staður
Staður: Myndlista- og handíðaskóli Íslands, Skipholt 1, 105-Reykjavík, Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skólahandavinna

Upprunastaður

64°8'29.0"N 21°54'37.4"W