Stafaklútur
1952

Varðveitt hjá
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Prufuklútur, stafaklútur, saumaður í brúnan fíngerðan stramma.Klútinn saumaði Hallfríður í Barnaskóla Akureyrar árið 1952 þegar hún var 10 ára gömul. Útsaumsgerðir: Stafrófið er saumað bæði með hástöfum og lágstöfum, einnig tölustafirnir frá 0 – 9 og ártalið 1952. Allt saumað með krosssaumi. Neðst á prufunni er nafnið Hallfríður einnig saumað með krosssaumi og þar fyrir neðan eru nokkur einföld útsaumsspor. Útsaumsgerðir: Afturstingur, ídregið krókspor, tvöfalt ídregið þræðispor, lykkjuspor, oddaspor saumað með tveimur litum, klóspor og skásaumuð góbelínspor (glitsaumur). Saumuð er fín lína með krosssaumi utan um útsauminn. Línan myndar smá munstur að ofan og að neðan.
Prufuklútur. Algengt var að stúlkur lærðu ýmsa saumtækni með því að sauma þær allar í einn prufuklút/stafaklút.
Kennari: Jónbjörg Júdit Jónbjörnsdóttir (F.1906. D.1995). Hún kenndi við Barnaskóla Akureyrar frá 1945-1970.
Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla.
Aðrar upplýsingar
Titill
Sérheiti: Stafaklútur
Ártal
1952
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-35-27
Stærð
0 x 19 x 28.5 cm
Breidd: 19 Hæð: 28.5 cm
Staður
Staður: Barnaskóli Akureyrar, Skólastígur 2, 600-Akureyri, Akureyrarbær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skólahandavinna
