Telpukjóll og undirbuxur
1962 - 1963

Varðveitt hjá
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Telpukjóll og samstæðar undirbuxur.
a) Telpukjóll. Vélsaumur og útsaumur. Kjóllinn er saumaður saman á hliðum og öxlum með tvöföldum saumi. Hann er í þremur stykkjum að framan, sléttur í miðju með vöfflusaumi til beggja hliða. Úsaumuð mynd að framan (gæs). Hliðarstykkin eru saumuð við með miðseymi. Lítill ávalur (rúnnaður) kragi, bryddaður með skábandi. Litlar púffermar. Lítið berustykki að aftan og kjóllinn hnepptur niður bakið. Fjögur handunnin hnappagöt. Kjóllinn er saumaður 1962-1963, samkvæmt námskrá 1960 (sjá einnig drög frá 1948).
b) Undirbuxur. Stuttar buxur með kjólnum. Teygja í mittið og í opi fyrir fætur (buxnaskálmar).
Efni Bómullarléreft. Hvítt. Bryddað með gulum skáböndum.
Útsaumsgarn. Bómull (árórugarn).
Nemendavinna úr Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við Hringbraut 1962-1963.
Kennari: Gíslrún Sigurbjörnsdóttir.
Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla.
Aðrar upplýsingar
Sigrún Laufey Baldvinsdóttir, Notandi
Gefandi: Sigrún Laufey Baldvinsdóttir
Skrásetjari: Sigrún Guðmundsdóttir
Skrásetjari: Sigrún Laufey Baldvinsdóttir
Gefandi: Sigrún Laufey Baldvinsdóttir
Skrásetjari: Sigrún Guðmundsdóttir
Skrásetjari: Sigrún Laufey Baldvinsdóttir
Titill
Sérheiti: Telpukjóll og undirbuxur
Ártal
1962 - 1963
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-11-15
Stærð
0 x 48 x 36 cm
Breidd: 48 Hæð: 36 cm
Staður
Staður: Gagnfræðaskóli Vesturbæjar, Hringbraut 121, 107-Reykjavík, Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Efnisorð / Heiti
Upprunastaður
64°9'2.8"N 21°57'38.9"W





