Skilti, skráð e. hlutv.
1940
Varðveitt hjá
Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
Auglýsingaskilti sem Lárus Kristinn Jónsson klæðskeri í Stykkishólmi notaði til að auglýsa starfsemi sína. Í bréfi sem fylgdi skiltinu segir: Skiltið mun hafa verið á Norska húsinu þar sem var saumastofa Kaupfélags Stykkishólms en Lárus Kristinn starfaði þar. Það var einnig á Möllers apóteki þar sem Lárus Kristinn var með eigin rekstur og á húsi Eyjólfs Ólafssonar og Kristrúnar Ísleifsdóttur við Aðalgötu 21 þar sem góðborgarinn Lárus Kristinn Jónsson hafði aðstöðu og starfaði sem klæðskeri í kjallaranum. Hann var síðar húsvörður Grunnskólans í áratugi. Skiltið er víðförult því til Norska hússins - BSH kom það frá San Jose í Kaliforníu. Skiltið er í breiðum tréramma.
Aðrar upplýsingar
Lárus Kristinn Jónsson, Notandi
Ártal
1940
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: BSH
Safnnúmer B: 2015-5-2
Stærð
80.5 x 49 cm
Lengd: 80.5 Breidd: 49 cm
Staður
Núverandi sveitarfélag: Sveitarfélagið Stykkishólmur, Sveitarfélagið Stykkishólmur
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skilti, skráð e. hlutv.
