Sængurver

Hvítt sængurver með bláum útsaumi. Sængurverið er saumað úr hveitipokum þannig að það eru þónokkur samskeyti á því. Hvítur blúndurenningur er ofantil á verinu og fyrir ofan þá skiptingu er útsaumað blátt blómamunstur.  Sængurverið mun vera úr búi Karls Jónssonar. Gæti hafa verið í eigu Lovísu systur hans en á koddaverinu sem fylgir sængurverinu (sjá MSA 2017:73) eru útsaumaðir stafnirnir LP. Gripurinn barst safninu frá versluninni Blómfríði, Hafnarstræti 19, Akureyri. Verslunin lokaði í september 2017.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-72
Stærð
160 x 115 cm Lengd: 160 Breidd: 115 cm
Staður
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munaskrá - MSA
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Sængurver
Myndefni:
Blóm, sem skraut