Mynd: Borgarsögusafn Reykjavíkur
Mynd: Borgarsögusafn Reykjavíkur

Farsæll eldri

1907
Farsæll eldri. Árabátur, fjögurra manna far. Faxaflóalag. Súðbyrðingur. Með seglum, svartur. Ástgeir Guðmundsson, skipasmiður, Litlabæ Vestmannaeyjum smíðaði bátinn líklega 1907. Fyrstu árin var honum róið frá Vestmannaeyjum, síðan seldur til lands, Landeyjarsand. Fyrst haldið út frá Hólmsfjöru, en eftir 1920 frá Álfhólafjöru. Valdimar Jónsson, bóndi, Álfhólum Landeyjum keypti bátinn 1917 af Guðna bónda á Guðnastöðum og notaði hann til 1944. Gefin Árbæjarsafni 1966. Viðgerður 1978. Hefur verið á sýningu Víkurinnar, Sjóminjasafni Reykjavíkur, síðan 2006.

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Farsæll eldri
Ártal
1907
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2002-6-1
Stærð
620 x 178 x 58 cm Lengd: 620 Breidd: 178 Hæð: 58 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Sjóminjasafn Undirskrá: Bátaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Súðbyrðingur
Efnisorð:
Árabátur
Heimildir
Lúðvík Kristjánsson (1982). Íslenzkir sjávarhættir II. Reykjavík. Bókaútgáfa Menningasjóðs. Bls. 267-268