Stafaklútur

1943
Lítill prufuklútur, stafaklútur, sem kom úr gömlu búi og er ekki vitað um uppruna. Nemendavinna úr grunnskóla eða gagnfræðaskóla. Klúturinn er unninn í fíngerðan bómullarjafa. Saumað er með krosssaumi: Stafrófið, ártalið 1943, nafnið ÞURA, fangamarkið ÞG og hluti af munsturbekk saumaður í horn. Lítil munstur eru saumuð í hornin og mjór munsturbekkur í kringum útsauminn á klútnum. Tunguspor (kappmelluspor) er saumað í kantinn og efnið rakið upp að saumnum. Stærð 30.5 x 19 sm. Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla. 

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Stafaklútur
Ártal
1943
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-45-1
Stærð
30.5 x 19 cm Lengd: 30.5 Breidd: 19 cm
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skólahandavinna
Efnisorð:
Stafaklútur