Skólahandavinna

1965 - 1966
Handavinnupoki saumaður í 9 ára bekk í Melaskóla 1965-1966. Pokinn er allur handsaumaður. Að framan eru stafirnir SÞ saumaðir með krosssaumi. Að aftan er pokinn skreyttur útsaumslínum sem mynda láréttan munsturbekk neðarlega á pokanum. Útsaumsspor: Leggsaumur (kontorstingur, varpleggur), greinaspor, oddaspor og ídregið þræðispor. Að ofan er brotinn breiður faldur á rönguna. Saumaður er afturstingur í gegnum faldinn til að búa til rennu fyrir snúru. Pokinn er dreginn saman með snúrunni. Stærð 31.5 x 26.5 sm. Skyldustykki samkvæmt námskrá grunnskóla frá 1960.  Handavinnukennari í Melaskóla var Sigrún Ragnarsdóttir. F.1922. D.2002. Söfnun, greining og skráning. Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún Laufey Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla.

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Skólahandavinna
Ártal
1965 - 1966
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2017-37-1
Stærð
31.5 x 26.5 cm Lengd: 31.5 Breidd: 26.5 cm
Staður
Staður: Melaskóli, Hagamelur 1, 107-Reykjavík, Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Skólahandavinna - textíll
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Handavinnupoki
Efnisorð:
Skólahandavinna

Upprunastaður

64°8'33.7"N 21°57'25.3"W