Höfundarréttur: Myndstef, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá Mynd: Listasafn Íslands

Tvífarar

Varðveitt hjá
Listasafn Íslands
Verkið er í tveimur hlutum. Þæfð ull.

Aðrar upplýsingar

Titill
Verkheiti: Tvífarar Enskt verkheiti: Lookalikes
Ártal
= 1982
Safnnúmer
Safnnúmer A: LÍ-7200
Stærð
22.5 x 21 x 21 cm Hæð verks með stalli 22,5 cm.  nýr kúpull frá Merkingu gerður fyrir sýningu í Safnahúsinu 2023 22 x 22 x 30 cm Stöpullinn á sýningu í SAfnahúsi er 30 x30 x 86 cm
Sýningartexti
Tvífararnir sem hér má sjá eru gerðir úr hvítum flóka úr ull sem Kristín fékk beint frá bónda og þæfði sjálf, en aðferðina lærði hún af bók. Þæfing er forn aðferð við nýtingu ullar, en um 1980 var þæfð ull sjaldséð í vestrænni myndlist þó að hinn þýski Joseph Beuys hafi notað ullarflóka í verk sín þegar um 1960. Við fyrstu sýn virðist hér vera um hefðbundna abstrakt höggmynd að ræða sem leiðir hugann að ís og snjó eða tveimur verum í hríðarbyl. Misstór formin, ásamt afstöðu þeirra sín á milli, skapa spennu sem fylgt er með hreyfingu sem stígandi rákir í efninu mynda. Hrein og hvít ullin minnir einnig á fornar marmarahöggmyndir og sömuleiðis stallurinn undir fígúrunum. Hér eru fábreyttir, samanhnoðaðir ullarlagðar komnir á stall eins og um nýklassík væri að ræða og verkið sómir sér því vel í nútímanum undir hatti póstmódernisma.   The Lookalikes seen here are made of white woollen fleece which Kristín acquired directly from a farmer and felted herself, having learned the technique from a book. Felting is an ancient method for using wool, but around 1980 felted wool was rarely seen in western art – although German artist Joseph Beuys was using raw wool in his works as early as the 1960s. The first impression is of a conventional abstract sculpture, leading to thoughts of ice and snow, or two figures in a blizzard. The different sizes of the forms, along with their relative placement, creates a tension which is intensified by the movement established by the crescendo of lines in the material. The pure white wool is also reminiscent of ancient marble sculptures, and the same is true of the pedestal beneath the figures. Simple moulded skeins of wool are here elevated on a pedestal like works of neoclassical art, and the piece is appropriate in the present time, under the banner of postmodernism.
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Aðalskrá
Gefandi
Efnisorð / Heiti
Efnisinntak: Abstrakt
Höfundarréttur
Höfundarréttur: Myndstef Höfundarréttur: Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá