Reiðbuxur

Varðveitt hjá
Heimilisiðnaðarsafnið
Reiðbuxur - A og B. Úr ullarvaðmáli, mórrauðu og hvítu. A. 91 cm á síddina. 2x2 pör af tölum í streng að framan. Strengur að aftan gengur upp sitt hvoru megin við miðju. Sitt hvor talan á totum. Reimaðar upp á hliðum á kálfum. Neðan á skálmum eru járnkósar. Bryddaðar með bómull. Hneppt klauf. Viðgerðar. B. Sídd 99 cm. Renndar með stálrennilás á hliðum á skálmum. Hneppt klauf að framan. Annars eins og buxur A. Buxur B eru víðari um lærin. Hallgrími líkaði þær aldrei. Honum fannst víddin þvælast fyrir sér.
Saga: Úr eigu Hallgríms Eðvarðssonar (1913-2000) bónda frá Helgavatni. Gefandi Þorbjörg Jónasdóttir (1917-2005) frá Helgavatni.
Aðrar upplýsingar
Titill
Sérheiti: Reiðbuxur
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: HIS-1689-a og b
Staður
Staður: Helgavatn, 541-Blönduósi, Húnabyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Heimilisiðnaðarsafnið
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Reiðbuxur
Upprunastaður
65°27'9.0"N 20°19'40.1"W
