Kjóll

Varðveitt hjá
Heimilisiðnaðarsafnið
Undirkjóll. Lengd frá öxl 95 cm. Undirkjóllinn er úr hvítu lérefti. Sniðið berustykki upp á móti öxlum og undir handveg. GJ saumað í að framan fyrir miðju með upphleyptum stöfum. Léreftsblúnda í kringum handveg og heppt á öxl með léreftstölum. Hnappagöt handsaumuð með kappmellu.
Saga: Guðrún Jónasdóttir (1921–2015), frá Múla í Línakradal, saumaði undirkjólinn. Hún var lengst til heimilis á Akranesi en síðast í íbúðum aldraða í Furugerði 1. Í Rvk. Hún var í Kvennask. Á Blönduósi, veturinn 1942-1943.
Aðrar upplýsingar
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: HIS-2484
Stærð
95 x 60
Lengd: 95 Breidd: 60
Staður
Staður: Bogabraut 21, 545-Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagaströnd
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Heimilisiðnaðarsafnið
Efnisorð / Heiti
Upprunastaður
65°49'30.4"N 20°17'56.8"W
