Dúkur

Dúkur, hvítur, allur útsaumaður með enskum og frönskum saumi og Heiðabúasaumi (Hedebo). Ferhyrningur og greinar eru saumuð með Frönskum saumi, hringir með enskum og að lokum Hedebogrunnar. Kanturinn utan um er með kappmelluðum tungum. Saga: Úr eigu Elísabetar Magnúsdóttur (1891-1964), húsfreyju í Bólstaðarhlíð.  Fædd á Kjartansstöðum í Skagafirði. Giftist Klemensi Guðmundssyni en þau skildu árið 1952. Hún var á Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir 1918.

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Dúkur
Safnnúmer
Safnnúmer A: HIS-1632
Stærð
57 x 60 Lengd: 57 Breidd: 60
Staður
Staður: Smárabraut 3, 540-Blönduósi, Húnabyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Heimilisiðnaðarsafnið
Efnisorð / Heiti

Upprunastaður

65°39'49.9"N 20°17'20.6"W