Dúkur

Dúkur - Kommóðudúkur úr rifsi (efni með þéttum upphleyptum röndum). Gulleitur. Blómasveigar fyrir miðju saumaðir með flatsaumi og kontorstingi. Lillablár og bleikir litir í blómunum. Ljósgræna og milligræn blöð með kontorsting í miðju. Hullfaldaður á 3 vegu. Í útsauminn er ýmist notað garn úr viskose eða bómull.  Saga: Úr eigu Elísabetar Magnúsdóttur, húsfreyju í Bólstaðarhlíð. F: 27.04.1891 D: 03.04.1964. Fædd á Kjartansstöðum í Skagafirði. Giftist Klemensi Guðmundssyni en þau skildu árið 1952. Hún var á Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir 1918.

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Dúkur
Safnnúmer
Safnnúmer A: HIS-1631
Stærð
98 x 59.5 Lengd: 98 Breidd: 59.5
Staður
Staður: Bólstaðarhlíð 1, 541-Blönduósi, Húnabyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Heimilisiðnaðarsafnið
Efnisorð / Heiti

Upprunastaður

65°31'22.1"N 19°48'21.2"W