Lóð, af vigt, sem vigt eða til að finna út lóðrétt

Anna Snorradóttir gaf safninu. Faðir hennar, Snorri Stefánsson, hefur tekið þetta sér til handargagns úr efnarannsóknarstofu Síldarverksmiðjunnar Rauðku, þar sem hann starfaði lengst af. Tilraunastofan var nálægt SR 46. Þetta var nokkrum húsum fyrir aftan (nær Öldubrjótnum) Veiðafæraverslun Sigurðar Fanndal, Eyrargötu 2. Seinna var lítið hús fyrir neðan Eyargötuna, nær SR 46, sem var notað eingöngu fyrir rannsóknir á síldarmjöli og síldarlýsi. Mjölið var vigtað með lóðunum smáu, sem standa á tréplatta. Lóðin eru smá málmstykki af ákveðnum þyngdum (100 gr, 50 gr, 20 gr, 10 gr o.s.frv.) sem lögð voru með töng á vogarskálina. Á tréplattanum er smá töng, sem minnir helst á flísatöng. Vogarskáin var mjög fíngert tæki. Leggja þurfti lóð á vogarskálina þegar verið var að meta mjölsýnishornin (Sigurlaug Kristjánsdóttir, tölvupóstur 12. júlí 2011).) Sigurlaug Kristjánsdóttir: ,,Ég held ég hafi verið allt sumarið 1959 og fyrri hluta sumars 1960 en þá var lítið til að rannsaka. Ég var búin að læra smávegis í efnafræði í MA og þótti því liðtæk! Þarna var verkfall hjá efnaverkfræðingum og þeim var bannað að vinna, þess vegna þurfti ófaglærða til að leysa af því ekki var um það að ræða að stöðva framleiðsluna. Efnaverkfræðingurinn kenndi mér að taka sýni. Ég átti að skoða mjölframleiðsluna reglulega svo og lýsisframleiðsluna." (Sigurlaug Kristjánsdóttir, tölvupóstur 12. júlí 2011)    

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 100115
Stærð
13 x 6 x 3 cm Lengd: 13 Breidd: 6 Hæð: 3 cm
Staður
Staður: Hávegur 60, 580-Siglufirði, Fjallabyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Heimildir
Upplýsingar frá Sigurlaugu Kristjánsdóttur, tölvupóstur 12. júlí 2011. Sigurlaug Kristjánsdóttir, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Sími: 868-1940, 587-4826 Netfang: sigkrist@ru.is

Upprunastaður

66°8'40.9"N 18°55'10.2"W