Kjóll
1958

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Síðkjóll (a), ermalaus, en með mjóum hlýrum. Hann er úr svörtu satínefni en við brjóst er ljóst efni. Sama efni er í rönd í pilsinu. Yfir ljósa brjóstastykkinu og yfir neðri hluta pilsins er svart tjull. Með kjólnum fylgir herðasjal („pasmína“) úr svörtu tjulli (b). Undir kjólnum er krínólín (undirpils með stífum hring neðst) úr ljósu satínefni (c).
Kjóllinn er keyptur í Macy's í Bandaríkjunum. Eigandi kjólsins var Guðrún Tómasdóttir söngkona, en hún var í söngnámi í New York. Hún klæddist kjólnum á sínum fyrstu einsöngstónleikum að námi loknu. Þeir voru í Gamla bíói 24. október árið 1958 og Fritz Weisshappel lék undir á píanó.
Með skráningunni fylgir mynd frá tónleikunum, af þeim Guðrúnu og Fritz. Eiginmaður Guðrúnar, Frank Ponzi, tók myndina. Ljósmyndin er í eigu gefanda.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1958
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2015-68-2
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn







