Bílvél
1923 - 1926

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Vél úr T-ford, svartmáluð. Fram úr henni er sveif og við hana er fest stýrisstöng með stýri.
T-FORD bílvél 22 hestöfl með svonefnda „kaulakveikju“ en hennar sérstaða var fólgin í því að hún framleiddi rafmagn fyrir vélina, þar sem hafði ekki rafgeymi og var snúið með sveif. Er frá leið var hægt að kaupa startara sem sérbúnað. Gírskipting var fótskipting með svonefndum „plaintu“ sem mun undanfari síðari tíma sjálfskiptingar. Gírarnir voru tveir áfram og einn afturábak., stjórnað með fótstigum,hár og lágur gír, þ.e. hraður og hægur, á ensku kallaðir „higt and low“, hér kallaðir „hæ og ló“. Sagt var „settu hann í lóið“. Bensíngjöfin var handstýrð, hægra megin á stýrisstöngina, en vinstra megin var kveikjunni stjórnað, „neistanum“, en kveikjunni var flutt er vélin erfiðaði, til að fá meiri kraft.
Þessi vél er úr bíl sem Sigurður Þórðarson bóndi á Laugabóli við Ísafjarðardjúp átti frá 1922-1926. Leópold Jóhannesson gaf Þjóðminjasafninu vélina, en Pétur Jónsson viðgerðarmaður gerði hana upp.
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Leopold Jón Jóhannesson
Ártal
1923 - 1926
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2015-73
Staður
Staður: Laugaból, 401-Ísafirði, Súðavíkurhreppur
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Bílvél
Upprunastaður
65°58'3.9"N 22°40'9.0"W
