Mountain
= 1980 - 1982, Sigurður Guðmundsson

Varðveitt hjá
Listasafn Íslands
Verkið er ljósmynd á pappír, límd á foamplötu sem er límd á karton.
Aðrar upplýsingar
Titill
Verkheiti: Mountain
Annað verkheiti: Fjall
Enskt verkheiti: Mountain
Ártal
= 1980 - 1982
Tækni
Safnnúmer
Safnnúmer A: LÍ-8101
Stærð
82.6 x 104.5 x 0 cm
Stærð með ramma: 124 x 135 x 0 cm
Sýningartexti
Mountain (Fjall) var síðasta verk Sigurðar Guðmundssonar í ljósmyndaröð sem hann vann að á árunum 1971–1982 og kallaði Situations (Aðstæður). Ljósmyndirnar eru uppstilltir gjörningar eða lifandi skúlptúrar – ýmist svarthvítir eða í lit, þá aðallega þegar verkin beinlínis ganga út frá litanotkuninni – þar sem listamaðurinn sjálfur leikur oftar en ekki aðalhlutverkið. Mountain minnir óneitanlega á lifandi skúlptúr, meitlaðan með ljósmyndinni sem gerir hann varanlegan. Listamaðurinn sjálfur er miðlægur í verkinu, sem skurðpunktur náttúru og menningar, enda sýnir lagskiptingin, á lóðréttum og láréttum ás, eins konar ferli frá náttúrulegri undirstöðu til manns sem hefur skapað sér menningarlegar afurðir: grjót, torf, maður, skór, brauð og bækur. Skúlptúrinn sjálfur, fjallið, er eiginlegt og óeiginlegt mótív í verkinu, sem form hvílir hann á stefnumóti náttúru, manns og menningar, hann verður til sem hugmynd í gegnum tungumálið, sem titillinn lætur í ljós. Maðurinn er í senn ástæða og grundvöllur þess að fjallið er til sem hugmynd og form, það er því tilbúningur mannsins og án hans væri fjallið ekki til, ekki fremur en listin sjálf.
Mountain was Sigurður Guðmundsson’s final work in a photographic series, Situations, produced in 1971–1982. The photographs are planned performance art, or living sculptures, in black/white or colour – usually when the work is directly based on colour-usage – in which the artist plays the leading role more often than not. Mountain is undeniably reminiscent of a living sculpture, chiselled by the photograph that makes it permanent. The artist himself is central to the work, an intersection of nature and culture, and of course the layering, along vertical and horizontal axes, demonstrates a sort of process from a more natural foundation to man who has created a cultural artifact: rock, turf, man and culture, and as an idea it is expressed through the language which the title conveys. The man is both reason and basis for which the mountain exists as an idea and a form, so it is the fabrication of the man, and without him the mountain would not exist, no more than art itself. RP
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Aðalskrá
Áletrun / Áritun
Áritun: Sig Guðm 1980-82
Áletrun: Mountain
Merkimiði:
Límmiði fyrir miðju: A-014269 rTr; merkimiði á upphengi: #18 Guðmundsson, Mountain G24 crate LIH.
Gefandi
Efnisorð / Heiti
Efnisinntak: Fjall
Efnisinntak: Bók, óþ. innih.
Efnisinntak: Skór
Efnisinntak: Brauð
Efnisinntak: Maður
Efnisinntak: Bók, óþ. innih.
Efnisinntak: Skór
Efnisinntak: Brauð
Efnisinntak: Maður
Útgáfa / Sería
1
Höfundarréttur
Höfundarréttur: Sigurður Guðmundsson
Höfundarréttur: Myndstef



