Höfundarréttur: Gjörningaklúbburinn, Myndstef Mynd: Listasafn Íslands

Aðrar upplýsingar

Titill
Verkheiti: Með þökk Enskt verkheiti: Thank You
Ártal
= 2002
Safnnúmer
Safnnúmer A: LÍ-9045
Stærð
Tímalengd: 00:03:10
Sýningartexti
Gjörningurinn Með þökk var framkvæmdur í sjónvarpssal árið 2002 af þeim Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur, en saman mynda þær Gjörningaklúbbinn sem hóf samstarf árið 1996. Í verkinu þakka þær þorskinum, þeim stóra gula og gullnámu hafsins, fyrir að vera lífsbjörg þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Í upphafi ganga þær inn í hvítan sjónvarpssalinn með svarta skjalatösku en skartbúnar og skreyttar hvítri blúndu og útsteyptar í gimsteinum. Í töskunni leynist sundurskorinn þorskur og taka þær til við að setja hann saman með fumlausum handtökum þannig að í lok verksins liggur þorskurinn heill á spegilsléttu skurðarborðinu. Þorskinum, sem lét lífið til að þjóðin gæti lifað, er því gefið nýtt líf í myndinni undir lagi Bubba Morthens, Ísbjarnarblús, þar sem hann syngur um þúsund þorska á færibandi sem þokast nær.   The performance work Thank You was carried out in the RÚV TV studio in 2002 by Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir and Sigrún Hrólfsdóttir, who make up the Icelandic Love Corporation, founded in 1996. In this work they thank the codfish – the big fish with yellowish scales, the goldmine of the ocean – for keeping the Icelandic nation alive over the centuries. The artists start by entering the white TV studio with a black briefcase, but wearing finery, white lace and jewellery. In the case is a dismembered codfish, which they swiftly and efficiently reconstruct, so that at the end the cod lies whole, on the shining surface of the filleting table. The cod, which died so that the nation might live, is thus given a new lease of life, accompanied by Bubbi Morthens’ classic freezing-plant song Ísbjarnarblús, in which he sings of a thousand codfish approaching on a production line.
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Aðalskrá
Útgáfa / Sería
3 / 3
Höfundarréttur
Höfundarréttur: Gjörningaklúbburinn Höfundarréttur: Myndstef