Mynt

1876 - 1970
Varðveitt hjá
Minjasafn Austurlands
Dunkur undan Prince Albert reyktóbaki sem kemur úr dánarbúi Alfreðs Eymundssonar frá Grófargerði Völlum. Dunkurinn er fullur af mynt frá 1876-1970. Líklega spilapeningar í lomber eða púkki. Elsti .1 eyringurinn er frá 1909. Elsti tveggeyringurinn er frá 1920. Elsti 5 eyringurinn frá 1946. Elsti tíeyringurinn er frá 1889. Tuttuguogfimm-eyringurinn frá 1916, fimmtíu-eyringurinn frá 1969. Elsta krónan er frá 1925. Fimm krónur frá 1970. Tvær krónur (silfur) frá árinu 1876, frá Christan IX kongen af Danmark. Skrá yfir myntina fylgir skráningarblaði í möppu.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1876 - 1970
Safnnúmer
Safnnúmer A: MA Safnnúmer B: 2008-22
Stærð
13 x 6.8 cm Lengd: 13 Breidd: 6.8 cm
Staður
Staður: Lagarás 12, 700-Egilsstöðum, Múlaþing
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Mynt

Upprunastaður

65°15'45.5"N 14°24'8.1"W