Fánastöng, f. borðfána

Varðveitt hjá
Minjasafn Austurlands
Fánastöngin er smíðuð úr trjábol, heilum. Á hann er letrað efst með höfðaletri: "Menningarsamtök Héraðsbúa". Þar undir er útskorinn sveitabær í austfirskum stíl og ljóðið: "Skammt er að syngja sól í hlíð / sumarblóm í mó og flóa. / Hvað er að víla um vökustríð. Vaktu í þig og héraðslýð / vorsins þrá á þeirri tíð / þegar allar moldir gróa." Farandgripur, afhentur árlega til heimila sem þóttu bera af hvað snyrtimennsku varðaði. Gísli Pétursson, Ártröð 1 Egilsstöðum, færði safninu gripinn að gjöf þar sem búið er að leggja Menningarsamtök Héraðsbúa niður. Gripurinn var síðast á Hryggstekk í Skriðdal, afhentur árið 1994.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: MA Safnnúmer B: 1997-46
Stærð
0 x 0 x 86 cm Hæð: 86 cm
Staður
Staður: Miðhús, 700-Egilsstöðum, Múlaþing
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti

Upprunastaður

65°15'52.8"N 14°22'15.5"W