Skrín, skráð e. hlutv.

1870
Varðveitt hjá
Minjasafn Austurlands
Kastaníubrún úrfesti brugðin úr mannshári með gylltri lykkju og hluta úr lás. Festin hefur varðveist mjög vel og er sem ný að sjá. Hún er í dökkbrúnni spónaöskju með stjörnu og smá snúð á loki. Hárið hefur verið brugðið í óslitna 134 cm. Úrfestin er unnin úr hári af ömmu gefanda, Þórunni Bjarnadóttur frá Freyshólum í Vallahreppi (f.28.12.1863 d.02.07.1949). Þórunn mun þá hafa verið innan við tíu ára aldur á árunum 1870-72. Að sögn gefanda var festin gerð í Noregi. Verslun á Seyðisfirði hafði umboð og sendi út hár. Helga Bjarnadóttir, hálfsystir Þórunnar, húsfreyja á Gunnlaugsstöðum klippti systur sína og sá um að koma hárinu til Seyðisfjarðar. Festin hefur verið í meðfylgjandi öskju sem gerð er úr birkiberki,  svo lengi sem Alfreð man og hann telur líklegt að upprunalega hafi hún komið í öskjunni.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1870
Safnnúmer
Safnnúmer A: MA Safnnúmer B: 1996-130
Stærð
67 x 0.2 cm Lengd: 67 Breidd: 0.2 cm
Staður
Staður: Grófargerði, 701-Egilsstöðum, Múlaþing
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skrín, skráð e. hlutv.
Efnisorð:
Úrfesti

Upprunastaður

65°8'22.9"N 14°31'22.1"W