Höfundarréttur: Svavar Guðnason-Erfingjar, Myndstef Mynd: Listasafn Íslands

Íslandslag

Varðveitt hjá
Listasafn Íslands

Aðrar upplýsingar

Titill
Verkheiti: Íslandslag Annað verkheiti: Selvportræt av Island; Iceland's Melody Enskt verkheiti: Iceland's Song
Ártal
= 1944
Safnnúmer
Safnnúmer A: LÍ-719
Stærð
88 x 100 x 0 cm Stærð með ramma: 93 x 105 x 5,5 cm
Sýningartexti
Svavar Guðnason ólst upp á Hornafirði þar sem birtan er einstök vegna endurskins frá hafi og jöklum og hefur það vafalaust haft áhrif á næmi hans fyrir litum. Svavar var að mestu sjálfmenntaður myndlistarmaður er tileinkaði sér óhlutbundna myndgerð og sjálfsprottna tjáningu í Kaupmannahöfn en afneitaði þó aldrei náttúrunni og leit á hana sem mikinn áhrifavald í sinni myndlist eins og heiti margra verka hans gefa vísbendingu um. Svavar dvaldi öll ár seinni heimsstyrjaldar í Danmörku og var þar í nánu samstarfi við framsækna listamenn er leituðust við að tjá óheftar tilfinningar í verkum sínum og sóttu sér innblástur í list barna, frumþjóða og eigin menningararf. Með framtaki sínu gerðust þeir frumkvöðlar abstrakt expressjónisma í norrænni myndlist. Með sýningu Svavars Guðnasonar í Listamannaskálanum árið 1945 má segja að abstrakt myndlist hafi náð fótfestu hér á landi.  Verkið Íslandslag er málað árið 1944, sama ár og landið varð lýðveldi, og tilheyrir einu frjóasta tímabilinu á listferli Svavars, sem einkennist af tilfinningahlaðinni tjáningu þar sem hughrif frá náttúrunni eru áberandi í myndum hans og birtast bæði í efnisáferð og birtu litarins.   Svavar Guðnason grew up in Hornafjörður, where the light is unique on account of the reflection from the sea and the glaciers. This undoubtedly influenced his sensitivity to colour. As an artist, Svavar was mostly self educated, absorbing non-objective art and individual expression in Copenhagen, but he never turned his back on nature, which he regards, as suggested in the titles of many of his works, as a major influence on his art. Svavar lived in Denmark during the Second World War and worked with progressive artists looking to express unbound feelings in their works, finding inspiration in the art of children, indigenous peoples and their own cultural heritage. With their initiative, they became pioneers of abstract expressionism in Nordic art. With Svavar Guðnason´s exhibition in Listamannaskálinn in 1945 one might say that abstract art had taken root in this country. Iceland´s Melody was painted in 1944, the year Iceland became an independent republic, and belongs to one of the most dynamic periods of Svavar´s artistic career. This period was characterized by emotive expression with impressions of nature prominent in his paintings, appearing both in the texture and brightness of the colour. 
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Aðalskrá
Áletrun / Áritun
Áritun: Svavar '44 Merkimiði: Miði 1: Innrömmun Helga Einarssonar. Miði 2: Udstilling í Kunstforeningen København 1960, kat. nr. 10, Selvportræt av Island. Miði 3: Íslensk abstraktlist Kjarvalsstaðir 1987. Miði 4: (Dönsk sýning án heitis) Svavar Gudnason nr. 17. Miði 5: 36 Esposizione Internationale d-Arte 1972. Miði 6: Sýning í Møstings Hus, Friðriksbergi, fwb-mars 1981, nr. 79. Miði 7: Íslensk listsýning í Bergen 1974. Miði 8: Icelandic Art 1944-79. Minnesota Museum of Art. Miði 9: Yfirlitssýning, Listasafn Íslands, nr. 32. Miði 10. Merci Visitat. Miði 11: xxxvi Biennale int. Venice 230. Miði 12: Íslensk sýning í Louisiana nr. 11.
Gefandi
Efnisorð / Heiti
Efnisinntak: Abstrakt
Höfundarréttur
Höfundarréttur: Svavar Guðnason-Erfingjar Höfundarréttur: Myndstef