Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiOlíumálverk
Ártal1861

LandDanmörk

Hlutinn gerðiAugust Schiött
GefandiHelga Bryde Vídalín Matzen 1861-1930, Jón Vídalín 1857-1907

Nánari upplýsingar

NúmerVíd-60
AðalskráMunur
UndirskráVídalínsafn (Víd)
Stærð127 x 103 cm
EfniOlíulitur
TækniTækni,Myndlist

Lýsing

Málverk, málað með olíulitum, eftir danska málarann H. Aug.G.Schiött (f.17/12.1823, d.25/1.1895), og kallaði hann það:  „Sagalæser i en islandsk Bondestue“, en hér hefur því verið gefið nafnið:  „Á vökunni“.  Er það hið merkasta listaverk; sýnir það íslenska baðstofu, þar sem fólk situr og stendur við vinnu sína að kveldlagi.  Dálítið til vinstri við miðja myndina, hangir lýsislampi á sperrunni og kastar allskæru ljósi á allt miðbik hennar, en utan með sést allt í mildu hálfrökkri.  Undir lampanum situr ungur maður og les sögu fyrir fólkið, við hné hans stendur lítil stúlka og horfir alveg heilluð upp í andlit hans; á bak við hann til vinstri stendur ung fullvaxin stúlka og þræðir nál við ljósið, og til vinstri frá henni sitja tveir karlmenn og eru að vinna, annar þeirra tálgar eða sker í tré.  Til hægri frá lesaranum situr aldraður maður með eitthvað milli handanna, sem hann dundar við, á skugganum, svolítið aftar, stendur maður og fléttar reipi, á rúmi þar útí frá situr ung kona og spinnur, og við hlið hennar ungur maður, sem er að kemba, en á milli þeirra gægist stúlkuandlit fram úr skugganum; yst til hægri sést krakki gægjast yfir rúmgaflinn.  Á gólfinu krýpur lítil stúlka rétt við fætur konunnar, sem spinnur, og er að leika sér, en kötturinn situr hróðurgur á svip við stól sögulesarans.  Málverkið er 127x103 cm að stærð, á blindramma, í gylltri umgerð, með nokkru flúri, listabreidd umgerðarinnar er 14 cm.

Sýningartexti

Málverk eftir danska málarann H. A. G. Schiött, d. 1921, af baðstofu á íslenskum bóndabæ. Myndin sýnir vel heimilisháttu á vökunni, þar sem húsbóndinn situr við skinið af lýsislampa og les upphátt fyrir fólkið sem ýmst situr eða stendur við vinnu sína, ei

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana