Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiTákross, tábagall
Ártal1050-1075

StaðurÞingvellir
ByggðaheitiÞingvallasveit
Sveitarfélag 1950Þingvallahreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJóhann Hannesson 1910-1976

Nánari upplýsingar

Númer15776/1957-39
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð8,7 x 5,1 cm
EfniKopar
TækniTækni,Málmsmíði,Málmsteypa

Lýsing

Tábagall sem fannst á Þingvöllum árið 1957.  Í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1970 skrifaði dr. Kristján Eldjárn grein um þennan grip og vísast til hennar.


Sýningartexti

Húnn úr bronsi af staf, sennilegast af biskupsstaf eða bagli, svonefndur tákross eða tábagall. Krókurinn vísar til beggja hliða og minnir á bókstafinn T, sem á grísku nefnist tau og er þar af nafnið. Tákrossar eru einkum þekktir í austurrómversku kirkjunni en hafa einnig varðveist á Írlandi og sjást þar á myndsteinum frá fyrri hluta miðalda. Þessi húnn er skreyttur með dýrshöfðum í svonefndum Úrnesstíl, sem er yngstur skrautstíla víkingaaldar, og er ekki annar þekktur með því skrautverki. Hefur þess verið getið til að hann hafi heyrt til einhverjum hinna fyrstu biskupa hérlendis. Húnninn fannst við jarðrask í túni á Þingvöllum skammt sunnan Þingvallabæjarins og virtist þar hafa verið hús eða eitthvert mannvirki til forna. Líklegast frá um 1100.

Spjaldtexti:
Húnn úr bronsi af staf, sennilegast af biskupsstaf, bagli, fundinn nærri bænum á Þingvöllum. Krókarnir á húninum enda í dýrshöfðum í Úrnesstíl og tímasetja hann á 11. öld. Stafurinn gæti hafa tilheyrt einhverjum hinna fyrstu biskupa.

Bronze staff-head, probably a bishop’s crosier, found at Þingvellir. The ends of the crooks have animal heads in the Urnes style, which dates the object to the 11th century. This crosier may have belonged to one of the early bishops.


Heimildir

Kristján Eldjárn. „Tá-bagall frá Þingvöllum“. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1970, Reykjavík 1970, bls. 5-27.
    Vikingetidens Kunst.  (Udstillingskatalog). Redaktør Lise Gjedssø Bertelsen. Jelling, 2002.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana