Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiSkápur
Ártal1885-1923

StaðurTunga
ByggðaheitiFlói
Sveitarfélag 1950Gaulverjabæjarhreppur
Núv. sveitarfélagFlóahreppur
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiSigurður Magnússon
GefandiIngibjörg Ólafsdóttir 1958-
NotandiGuðmundur Hannesson 1859-1938, Katrín Jónasdóttir 1868-1955

Nánari upplýsingar

Númer2023-5-5
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð48 x 28 x 39 cm
EfniViður

Lýsing

 Lítill skápur úr við, brúnbæsaður og lakkaður, er með útskornum stöfum á framhlið. Smíðaður af Sigurði Magnússyni sem lengstum var bóndi og smiður á Baugsstöðum. Hann smíðaði Gaulverjabæjarkirkju árið 1909.

Munur úr búi Guðmundar Hannessonar, f. 16. nóv. 1859, d. 28. ágúst 1938 og k.h. Katrínar Jónasdóttur, f. 17. maí 1868, d. 11. sept. 1955. Þau bjuggu í Tungu í Gaulverjabæjarhreppi frá 1885 til 1923 er þau fluttu til Reykjavíkur sökum blindu Guðmundar og bjuggu þau til æfiloka í Barónsstíg 10a.  Guðmundur var útvegsbóndi og oddviti í Tungu en hann var sonur Hannesar Einarssonar (1814-1892) bónda og hreppstjóra í Kaldaðarnesi, á Lambastöðum og í Hólum í Stokkseyrarhreppi, síðast lengi bóndi í Tungu og jafnan við hana kenndur og konu hans Kristínar Bjarnadóttur (1820-1891). Síðast var munurinn í eigu Katrínar Elíasdóttur (1923-2020) barnabarns Guðmundar og Katrínar. Gefendur eru börn Katrínar Elíasdóttur. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2022 sem hér segir: Fornleifar 916, safnmunir 7.418, ljósmyndir 6.788. Í þessum tölum eru safnmunir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og Tónminjaseturs Íslands.

Söfnun muna til Byggðasafns Árnesinga hófst árið 1953. Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp.

Allar leiðréttingar og viðbótarupplýsingar eru vel þegnar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.