Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
LandÍsland
HeitiVörupeningur
MyndefniBókstafur, Laufsveigur Tölustafur
Ártal1902
Nafnverð25 Aur/-ar

ÚtgefandiNiels Christian Gram

Nánari upplýsingar

NúmerVB-43
AðalskráMynt/Seðlar
UndirskráEinkagjaldmiðlar
Stærð24,5 mm
Vigt4,63 g
EfniLátún
TækniMyntslátta

Lýsing

Þessi 25 aura vörupeningur var framleiddur fyrir verslun Niels Christian Grams á Þingeyri. Mjög ólíklegt er að Grams-peningarnir hafi nokkru sinni farið í umferð, heldur verið endursendir til bræðslu hjá framleiðandanum í Þýskalandi. Aðeins eitt eintak af peningum Niels hefur fundist hér á landi. Önnur eintök hafa fundist í Danmörku. 


Heimildir

Þetta aðfang er í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns. Þar eru nú um 20 þúsund myntir og um 5 þúsund seðlagerðir. Stofninn í safninu er íslensk mynt og seðlar, erlendir peningar frá fyrri öldum, einkum þeir sem varða íslenskar heimildir og auk þess yngri gjaldmiðill helstu viðskiptaþjóða Íslendinga. Auk þess varðveitir safnið minnis- og heiðurspeninga og orður. Um 14.500 færslur hafa verið skráðar í Sarp en nokkuð vantar upp á að þeirri skráningu sé lokið.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.