Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurPétur Thomsen 1973-
VerkheitiAL3_9a. Úr myndaröðinni Aðflutt landslag
Ártal2003

GreinLjósmyndun - Litljósmyndir
Stærð112 x 141 cm
Eintak/Upplag6/9
EfnisinntakJarðýta, Landslag, Náttúra, Virkjun
StaðurKárahnjúkastífla

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8643
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Listaverkasjóður Amalie Engilberts

Aðferð Ljósmyndun
HöfundarétturMyndstef , Pétur Thomsen 1973-

Sýningartexti

Kynningartexti með sýningu í Listasafni Íslands 2010:

PÉTUR THOMSEN       

Aðflutt landslag

Pétri Thomsen (1973) hlotnuðust hin virtu og eftirsóttu LVMH-verðlaun, sem veitt eru ungum listamönnum, þegar þau voru afhent í tíunda sinn, árið 2007. Imported Landscape eða Aðflutt landslag er mögnuð syrpa ljósmynda sem lýsir hrikalegri umbreytingu landslagsins við Kárahnjúka þegar tæknimenningin með allri sinni nákvæmni og skipulagi ræðst gegn óspilltri náttúrunni umhverfis Hafrahvammagljúfur og brýtur landið undir sig miskunnarlaust. Risastórar jarðýtur fara um landsvæðið og skilja eftir sig svöðusár líkt og bit í holdi eftir fiðlukönguló. Pétur lýsir þessum ójafna leik með dramatískri hlutlægni sem skilur áhorfandann eftir í uppnámi.

PÉTUR THOMSEN

Imported Landscape    

Pétur Thomsen (1973) won the presitigeous LVMH young artists award in 2007 when this pursued prize was conferred the tenth time. Imported Landscape is a magnificent series of photographs depicting the devastating transformation of the landscape at Kárahnjúkar when culture with all its precise technology and planning attacks the pristine natural landscape around Hafrahvammagljúfur by restructuring it severely. Enormous bulldozers go about the area, leaving it torn like flesh bitten by a violin spider. Thomsen describes this uneven game with dramatic objectivity which leaves the viewer totally perplexed.

Kynningartexti á sýningunni Sviðsett augnablik, 2022 (LÍ 8643 og LÍ 8645)

Verkin tvö eru hluti af seríunni Aðflutt landslag sem samanstendur af 41 ljósmyndaverki sem Pétur gerði þegar hann ljósmyndaði framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun á löngu tímabili. Samspil manns og náttúru, og tilraunir manna til að beisla náttúruna eru einkennandi í verkum Péturs. Við skoðun verkanna vakna upp áleitnar spurningar um áhrif mannsins á landslagið og eru myndirnar um leið heimild um framkvæmdirnar. Fegurðin birtist bæði í myndbyggingunni, forminu og litum náttúrunnar sem áður var stórfengleg og ósnortin, en hefur nú verið spillt í þágu mannsins. Andspænis ljósmyndinni upplifir áhorfandinn smæð sína í samanburði við bæði náttúruna og pólitísk öfl.

The two works are parts of the series Imported Landscapes, which comprises 41 photographic works made by the artist when he photographed over a long period the construction of the Kárahnjúkar hydro plant in the Icelandic interior. The relationship between humans and nature, and human attempts to harness nature typify Pétur’s work. The works pose exigent questions about human impact on the landscape, while the photographs also document the construction project. Beauty is manifested both in the composition and the form, and in colours of nature that was previously magnificent and pristine, but has been laid waste to serve the interests of humans. Face to face with the photograph, the observer is conscious of their smallness vis-á-vis both nature, and political forces. RP


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.