Minjasafn Landsvirkjunar
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi.
Minjasafn Landsvirkjunar hefur það hlutverk að safna, skrá og miðla minjum sem endurspegla tækniþróun, atvinnusögu og samfélagsbreytingar sem áttu sér stað með virkjanaframkvæmdum.
Auk þess að fjárfesta í listaverkum í tengslum við stærri framkvæmdir hefur Landsvirkjun safnað verkum eftir íslenska myndlistarmenn sem eru til sýnis á starfstöðvum um land allt og hér á Sarpi.
